KPMG er eftirlitsaðili skuldabréfaflokkanna AL260148, AL260128, AL101227, AL280629, AL210926 og AL220535. Eftirlitsaðili hefur það hlutverk að kanna og staðfesta sjálfstæða útreikninga útgefanda á fjárhagslegum og sérstökum skilyrðum skuldabréfaflokkanna.
KPMG hefur nú framkvæmt könnun á útreikningi sérstakra skilyrða skuldabréfaflokkanna.
Niðurstaða könnunar KPMG er í samræmi við útreikninga útgefanda þess efnis að skuldabréfaflokkarnir AL260148, AL260128, AL101227, AL280629, AL210926 og AL220535 standist öll fjárhagsleg og sérstök skilyrði miðað við dagsetninguna 30.6.2025.
Niðurstöðu könnunarinnar má sjá hér í viðhengi.
Nánari upplýsingar veitir:
Ingólfur Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri, í tölvupósti ingolfur@al.is.
Attachment